Peugeot Partner

PEUGEOT

TÆKNI

PEUGEOT Partner er búinn hátæknibúnaði sem gerir aksturinn öruggari og þægilegri.

BAKKMYNDAVÉL

/image/43/0/peugeot-partner-techsecurity-04.166430.jpg

Myndavélin fer sjálfkrafa af stað þegar bílinn er settur í bakkgír. Búnaðurinn sýnir leiðarlínur á 7" skjánum og gefur ökumanni tækifæri á að fylgjast með umhverfinu á stórum skjá og auðveldar þannig að ökumanni að leggja í stæði.

NEYÐARHEMLUN

/image/43/1/peugeot-partner-techsecurity-05.166431.jpg
/image/43/2/peugeot-partner-techsecurity-06.166432.jpg

Neyðarhemlunarkerfið grípur inní ef það skynjar að árekstur sé yfirvofandi. Myndavélin og skynjararnir nema bæði hluti á ferð og þá sem eru kyrrstæðir. Ef til þess kæmi að ökumaður næði ekki að bremsa í tæka tíð grípur kerfið inní og bremsar. Kerfið virkar á hraða undir 30 km/klst og er hannað til að draga úr áhrifum árekstrar með því að draga úr höggi.

BREKKUAÐSTOÐ

Brekkuaðstoðin hindrar að bifreiðin renni afturábak þegar tekið er af stað í brekku. Búnaðurinn gefur ökumanni tíma til þess að færa fótinn af bremsunni og yfir á bensíngjöfina.

HRAÐASTILLIR OG HRAÐATAKMARKARI

Peugeot Partner er búinn Hraðastilli og Hraðatakmarkara. Hraðastillirinn gerir þér kleift að halda jöfnum hraða (ekki þó í bröttum brekkum) og Hraðatakmarkarinn leyfir þér að stilla inn hámarkshraða.

BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ

Bílastæðaaðstoðin gefur ökumanni til kynna ef hindrun er í veginum þegar lagt er í stæði. Kerfið er hægt að nota með bakkmyndavélinni.

GRIP CONTROL® - SPÓLVÖRN

/image/43/3/peugeot-partner-techsecurity-07.166433.jpg

GRIP CONTROL® - Spólvörnin aðlagar sig að öllum aðstæðum fyrir afslappaðri akstur. Það er einfalt að stilla spólvörnina á hnapp í mælaborði bílsins. Spólvörnin aðlagar sig að snjó, aur, sandi eða grófum vegum.