INNRI HÖNNUN

Peugeot 508 - 450.000 kr.aukahlutapakki

Frá 3.990.000 KR .*

INNRI HÖNNUN

Nýr Peugeot 508 var hannaður til að veita ökumanni og farþegum hámarks akstursánægju og ánægjulega upplifun.

LISTIN LIGGUR Í SMÁATRIÐUNUM

/image/91/3/peugeot_508_2014_181_fr_img1.165913.jpg

Fáguð hönnunin í nýjum Peugeot 508 nær niður í minnstu smáatriði. Sestu um borð í 508 og þú munt uppgötva hágæða innréttingu, þægindi og hreina ánægju. Frá því að þú lítur litaskjáinn fyrst augum muntu verða sannfærður um gæði bílsins. Þú ert umvafinn innréttingu og áklæðum úr gæðaefnum, fullkomin blanda af krómi, svörtu háglans, satin svörtu og leðri.

UPPLIFÐU EINSTÖK ÞÆGINDI

/image/91/6/peugeot-508-2014-183-fr.img.165916.jpg

Við hönnun á innra rými 508 var lögð áhersla á að veita ökumanni og farþegum hámarks ánægju. Farþegarýmið er rúmgott og fágað og kemur með búnaði sem byggður var til að auka ánægju allra farþega.

/image/91/4/03.165914.jpg

LYKLALAUST AÐGENGI OG RÆSING

Lyklalaust aðgengi og ræsing leysir af hefðbundinn lykil og gerir þér kleift að aflæsa eða læsa hurðum og ræsa eða stöðva vélina með því einu að ýta á Start/Stop hnappinn.

/image/91/5/peugeot_508_2014_162_fr-1920.165915.jpg

GEYMSLURÝMI

Til þess að hámarka þægindi eru fjölmörg geymsluhólf í nýjum Peugeot 508, geymsluhólf í miðjustokki, loftkælt hanskahólf, tveir glasahaldarar að framan og tveir að aftan, hólf fyrir flöskur í hliðarhurðum og geymsluhólf undir armpúða.

FJÖGURRA SVÆÐA LOFTKÆLING

Til viðbótar við einfalda og tvískipta loftkælingu býður 508 einnig uppá fjögra svæða loftkælingu, þannig getur hver farþegi stjórnað loftkælingunni fyrir sig.

FARANGURSRÝMI

Brún farangursrýmisins hefur verið lækkuð til að auðvelda enn frekar aðgengið. Farangursrýmið er mjög rúmgott, eða 545 lítrar, þegar sætisbökin eru lögð niður stækkar rýmið í 1.581 lítra. Til viðbótar er 48 lítra rými undir botni farangursrýmisins.

INNRÉTTINGAR

Til eru mismunandi tau- og leðuráklæði.  Drop Tramontane tauáklæði


Cocher Tramontane tauáklæði
Cocher Guérande/Tramontane tauáklæði
Nervuron Aries tauáklæði
Marston Tramontane leður og tau
Marston Tramontane  leður og tau með rauðum saumi
Tramontane Claudia leður
Beige Aries Claudia leður
Brown Cohiba Nappa leður
Tramontane Nappa leður
Tramontane Nappa leður með rauðum saumi