/image/25/6/peugeot-508-sw-2015-03.166256.jpg

PEUGEOT 508 SW

INNRI HÖNNUN

Nýr Peugeot 508 SW var hannaður til að veita ökumanni og farþegum hámarks akstursánægju og ánægjulega upplifun.

LISTIN LIGGUR Í SMÁATRIÐUNUM

/image/26/2/peugeot_508_2014_181_fr_img.166262.jpg

Fáguð hönnunin í nýjum Peugeot 508 SW nær niður í minnstu smáatriði. Sestu um borð í 508 SW og þú munt uppgötva hágæða innréttingu, þægindi og hreina ánægju. Frá því að þú lítur litaskjáinn fyrst  augum muntu verða sannfærður um gæði bílsins. Þú ert umvafinn innréttingu og áklæðum úr gæðaefnum, fullkomin blanda af krómi, svörtu háglans, satin svörtu og leðri.

UPPLIFÐU EINSTÖK ÞÆGINDI

/image/26/6/peugeot-508-2014-257-fr.img.166266.jpg

Við hönnun á innra rými 508 SW var lögð áhersla á að veita ökumanni og farþegum hámarks ánægju.  Farþegarýmið er rúmgott og fágað og kemur með búnaði sem byggður var til að auka ánægju allra farþega.

/image/26/3/508_2012_005_fr_img.166263.jpg

LYKLALAUST AÐGENGI OG RÆSING

Lyklalaust aðgengi leysir af hefðbundinn lykil og gerir þér kleift að aflæsa eða læsa hurðum og ræsa eða stöðva vélina með því einu að ýta á Start/Stop hnappinn. 

/image/26/4/508_2010_085_fr_img.166264.jpg

PANORAMA GLERÞAK

Panorama glerþakið, sem nær aftur eftir öllum bílnum, skapar góða tilfinningu með náttúrulegri birtu og gefur bílnum einkennandi útlit. Glerþakið er 1,69m2 og til þæginda á sólríkum dögum er hleri sem hægt er að draga fyrir. Þú hagar þakinu eftir þínum þörfum.

/image/26/5/peugeot_508_2014_162_fr-1920.166265.jpg

GEYMSLURÝMI

Til þess að hámarka þægindi eru fjölmörg geymsluhólf í nýjum Peugeot 508 SW, geymsluhólf í miðjustokki, loftkælt hanskahólf, tveir glasahaldarar að framan og tveir að aftan, hólf fyrir flöskur í hliðarhurðum og geymsluhólf undir armpúða.

/image/26/0/peugeot_508_2014_257_fr_img.166260.jpg

AÐLÖGUNARHÆF HÖNNUN

Nýr Peugeot 508 SW var hannaður fyrir lífið eftir vinnu með að því er virðist ótakmörkuðu geymsluplássi. Gólfið er flatt á milli aftursætanna, lúga fyrir lengri hluti t.d. Skíði. Þú stækkar plássið með einu handtaki með því að ýta á hnappana sitthvoru megin á aftursætunum. Í farangursrýminu er einnig flutningsnet sem gerir flutning öruggan.  

FARANGURSRÝMI

/image/26/1/peugeot_508_2013_001_fr_img.166261.jpg

Brún farangursrýmisins hefur verið lækkuð til að auðvelda enn frekar aðgengið. Farangursrýmið er mjög rúmgott, eða 545 lítrar, þegar sætisbökin eru lögð niður stækkar rýmið í 1.581 lítra. Til viðbótar er 48 lítra rými undir botni farangursrýmisins.

Hinn nýji 508 SW er einnig fáanlegur með rafknúnni opnun á afturhlera. Hlerann er hægt að opna með fjarstýringunni, frá ökumannssæti.

FJÖGURRA SVÆÐA LOFTKÆLING

Til viðbótar við einfalda og tvískipta loftkælingu býður 508 SW einnig uppá fjögurra svæða loftkælingu, þannig getur hver farþegi stjórnað loftkælingunni fyrir sig.