Peugeot_308_abyrgd
peugeot 308 mobile

PEUGEOT Peugeot 308 5 dyra

Frá 3.490.000 KR .*

ÖRYGGI

Peugeot 308 nýtur góðs af reynslu og þekkingu Peugeot sem tryggir fyrsta flokks akstursánægju.

ÖKUMANNSAÐSTOÐ

/image/76/2/peugeot-308-2017-105-fr.260762.jpg

Nýr Peugeot 308 er búinn nýjum öryggisbúnaði sem kallast Ökumannsaðstoð og samanstendur af virkum hraðastilli, árekstrarvara og neyðarhemlunarkerfi. Búnaðurinn er tengdur í skynjara í framgrilli bílsins. Hraðastillirinn dregur úr forstilltum hraða með hemlun þegar þú nálgast bifreið sem ekur hægar en þinn hraði var stilltur á. Þegar hraði þinn er of mikilll miðað við nálægð næsta ökutækis biður árekstrarvarinn þig að draga úr hraða til þess að halda hæfilegri fjarlægð. Neyðarhemlunarkerfið dregur sjálfkrafa úr hraðanum ef árekstur er yfirvofandi til þess að forðast árekstur eða draga úr áhrifum hans. Búnaðurinn minnkar ekki ábyrgð ökumanns til að hafa fulla stjórn á ökutækinu undir öllum kringumstæðum.

BAKKMYNDAVÉL

i

Bakkmyndavélin lætur ökumann vita með hljóði og ljósi um mögulega fyrirstöðu fyrir aftan bílinn. Myndavélin er staðsett á afturhlera bílsins og fer sjálfkrafa af stað þegar bílinn er settur í bakkgír, mynd birtist á skjá í mælaborði. Lituðu línurnar gefa til kynna fjarlægð frá hlutum.

BLINDPUNKTSAÐVÖRUN OG BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ

Fjórir skynjarar sem staðsettir eru í fram og afturstuðurum bílsins gefa ökumanni til kynna ef annað ökutæki, bíll eða vélhjól eru í blinda punktu ökumanns. LED ljós kvikna í hliðarspeglum þeim megin sem ökutæki er í blinda punkti. Í Allure útfærslunni er Bílastæðaaðstoð og Blindpunktsaðvörunarkerfi valbúnaður. Þegar Bílastæðaaðstoðin skynjar laust stæði,  aðstoðar hún ökumann við að leggja í stæði. Búnaðurinn veitir ökumanni upplýsingar með bæði hljóð og mynd á meðan bíllinn leggur í stæði. 

/image/33/8/16.162338.jpg

ÖRYGGISPÚÐAR

Nýr Peugeot 308 er búinn 6 öryggispúðum

  • 2 öryggispúðar að framan sem verja höfuð og brjóstkassa ökumanns og farþega í framsæti við högg sem kemur framan á bílinn. 
  • 2 öryggispúðar að framan sem verja ökumann og farþega í framsætum við hliðarhögg. 
  • 2 öryggispúðar í hliðum sem verja höfuð farþega í bæði fram- og aftursætum bílsins.
/image/33/7/39.162337.jpg

NEYÐARHRINGINN

Peugeot Connect Box hringir í neyðarlínuna ef loftpúðar springa eða strekkist á öryggisbeltum snögglega. Þú getur einnig hringt handvirkt í neyðarlínuna með því að nota SOS hnappinn sem staðsettur er í þaki bílsins. Búnaðurinn gefur frá sér staðsetningu bílsins og neyðarþjónusta verður send á staðinn.

/image/34/0/peugeot-308-2014-129-fr.img.162340.jpg

STERK GRIND

Þrátt fyrir að bíllinn sé orðinn léttari er grind bílsins sérstaklega hönnuð til þess að draga úr höggi við árekstur og lágmarka afleiðingar hans.

GRIP CONTROL - SPÓLVÖRN

/image/84/1/peugeot-308sw-2017-202-fr.260841.jpg

Grip Control spólvörnin er fáanleg í Allure útgáfum. Kerfið aðlagar sig að vegaðstæðum hverju sinni, hvort sem það er í snjó, í aur, í sandi eða á grófum malarvegum. Grip Control aðlagar sig sjálfkrafa að aðstæðum hverju sinni.