Peugeot_308_abyrgd
peugeot 308 mobile

PEUGEOT Peugeot 308 5 dyra

Frá 3.490.000 KR .*

INNRI HÖNNUN

Innra rýmið sameinar hugvit og fallega hönnun. Stílhrein og skilvirk hönnun skilar einstakri akstursupplifun.

PEUGEOT i-Cockpit

/image/51/2/peugeot-308-2017-451-fr.264512.jpg

Í nýjum Peugeot 308 eru öll stjórntæki staðsett í hjarta mælaborðsins með i-Cockpit í fararbroddi. Vel skipulagt og rúmgott innra rými, færri takkar og gæðaefni endurspegla áherslu hönnuða Peugeot fyrir smáatriðum. Stýrið er minna og sportlegra, stafrænir mælarnir eru skarpir og sýnilegir, stílhrein hönnun og allir mælar í augnhæð. Bíllinn er einnig búinn 9,7" snertiskjá sem snýr í átt að ökumanninum og auðveldar honum þannig aðgang að stjórntækjum og aksturinn verður ánægjulegri.

GÆÐIN HEILLA ÞIG STRAX

Hvert atriði í innra rými bílsins er hannað með tilgang: fáir takkar, innbyggður snertiskjár í mælaborði með helstu stjórntækjum. Mælaborðið er úr gæðaefnum og það ásamt satin, króm og svartlökkuðum íhlutum undirstrika enn frekar áherslu á smáatriði.

SNERTISKJÁR

i

Um borð í nýjum Peugeot 308 er 9,7" snertiskjár sem snýr í átt að ökumanni. Skjárinn veitir aðgang að öllum helstu stjórntækjum með einföldum hætti.

PANORAMA GLERÞAK

/image/32/3/07.162323.jpg

Panorama glerþakið eykur birtu í farþegarými sem er sérlega ánægjulegur kostur. Fyrir aukin þægindi á sólríkum dögum er hægt að draga hlíf yfir sem síar út 95% af birtunni sem berst að utan.

HLJÓMTÆKI

i

Snertiskjárinn í nýjum Peugeot 308 er með fjölda tengimöguleika og má þar nefna Jack- og USB tengi. Settu saman þinn eigin playlista og vistaðu. Snertiskjárinn hefur 6,9 GB minni með leitarmöguleika. Eina sem verður erfitt er að ákveða hvaða lag þú vilt spila, bíllinn sér um rest. Þegar þú hefur lagt bílnum getur þú tengt USB lykil við skjáinn og skoðað myndir. 

Náin samvinna Peugeot og Denon skilaði fullkomnu Denon Hifi hljómkerfi með 8 hátölurum, bassahátalara og stafrænum magnara. Val er um 2 hljóðkerfi og 5 tónjöfnunarkerfi sem saman bjóða öllum farþegum bílsins upp á frábær hljómgæði.

/image/31/8/coffre-31.162318.jpg

FARANGURSRÝMI

Nýr Peugeot býður upp á eitt stærsta farangursrýmið í sínum flokki. Það er vel hannað uppá nýtingu og er 470 lítrar að stærð.

/image/95/8/peugeot-308gt-1408jbl027.262958.jpg

NETT STÝRI

Nett stýrið í Peugeot 308 býður þér út að keyra. Minna ummál eykur stjórn og þægindi við akstur. 

/image/95/6/peugeot-308-2014-058-fr.262956.jpg

MÆLABORÐ

Mælaborðið er hátæknilegt og fallegt ásýndar. Við ræsingu rísa nálarnar samtaka upp og falleg lýsing grípur augað. Þökk sé staðsetningu mælanna þarf ökumaðurinn aldrei að taka augun af veginum, þetta eykur akstursánægju og öryggi.

INNRÉTTING

Eftir því hvaða úrfærslu þú velur getur þú valið úr 7 mismunandi innréttingum. Einnig getur þú valið milli mismunandi innréttinga, burstað stál, svart háglans, satinkrómað og leður- eða tauáklæði. Fjöldi möguleika sem eru bæði nútímalegir og fágaðir.