Peugeot_508_station_abyrgd
Peugeot 308 station

PEUGEOT 308 SW

Frá 3.810.000 KR .*

YTRI HÖNNUN

Leonardo da Vinci sagði "Simplicity is supreme sophistication" sem mætti þýðast sem að í einfaldleikanum býr fullkomin fágun. Þetta hefur Peugeot tileinkað sér í sinni hönnun, með stílhreinni hönnun, tækni og fágun. Hvert smáatriði hugsað til enda.

STÍLHREIN HÖNNUN

308sw

Nýr Peugeot 308 SW hefur kröftugan, nútímalegan og fágaðan stíl. Rennilegar línurnar gefa honum sportlegt og tignarlegt útlit. Stórir gluggarnir undirstrika gæði hans.

FÁGAÐAR LÍNUR

/image/71/5/pure-qualite-peugeot-nouvelle-308-sw.165715.jpg

Hver flötur, hvert yfirborð og smáatriði nýja Peugeot 308 SW eru hönnuð af nákvæmni. Frá fyrstu stigum hönnunar var áhersla á að allir fletir fengju jafnmikið vægi. Fram og afturljósin og LED ljósin í baksýnisspeglinum falla fullkomlega að hönnun bílsins. Krómlistar í kringum grillið og fallegar línur farangursrýmisins undirstrika að lokum fágun nýja Peugeot 308 SW.

AKSTURSÁNÆGJA

/image/71/4/experience_de_conduite1.165714.jpg

Gríptu um nett, sportlegt stýrið og finndu svörunina, rásfestuna og viðbragðið. Njóttu þæginda og öryggis í hljóðlátum bíl. Slakaðu á í akstrinum með öllum þeim þægindum Peugeot hefur uppá að bjóða.

LJÓSABÚNAÐUR

i

Fullkomin ljósabúnaðurinn fellur vel að fallegu grilli bílsins og gefur honum einkennandi útlit. LED fram- og afturljósin gefa bílnum sinn einstaka stíl enda mótuð eftir augum kattarins. Í hliðarspeglum eru einnig LED ljós.

AFTURLJÓSIN

i

LED afturljósin teygja sig út á hliðar bílsins og eru með þremur auka LED ljósum á hvorri hlið sem gera hemlaljósin enn meira áberandi. Þetta einkennandi útlit kemur upprunalega frá Peugeot 508 SW og 508 RXH og tengir þannig Peugeot 308 SW með sjónrænum hætti við línu skutbíla frá Peugeot.