Peugeot_508_station_abyrgd
Peugeot 308 station

PEUGEOT 308 SW

Frá 3.810.000 KR .*

TÆKNI

Peugeot 308 SW státar af mörgum tækninýjungum sem hannaðar voru til þess að auka ánægju, þægindi og aðstoða ökumann við að gera aksturinn ánægjulegri.

EAT6 SJÁLFSKIPTING

/image/73/1/peugeot_308_berline_eat6_633x400.165731.jpg

Ný 6 gíra EAT6 sjálfskiptingin skiptir liprar og hraðar á milli gíra sem eykur á akstursánægju. Hönnuð til þess að draga verulega úr koltvísýringslosun og munurinn á milli losunar á beinskiptum og sjálfskiptum bíl er aðeins 5 g/km.

/image/73/4/direction_assiste_lectrique1.165734.jpg

RAFKNÚNIÐ STÝRI

Ávinningar þess að skipta yfir í rafknúið stýri er að draga úr koltvísýringslosun og stýrið verður sérlega heppilegt til snúninga innanbæjar.

/image/73/5/adml1.165735.jpg

LYKLALAUST AÐGENGI OG RÆSING

Í staðinn fyrir hefðbundinn lykil gerir lyklalaust aðgengi þér kleift að aflæsa eða læsa hurðum með takka í hurðarhandfanginu og ræsa eða stöðva vélina með því einu að ýta á Start/Stop hnappinn.

/image/73/6/frein_de_stationnement_electrique1.165736.jpg

RAFMAGNS HANDBREMSA

Rafmagns handbremsan virkjast sjálfkrafa þegar bifreið er stöðvuð og fer sjálfkrafa af þegar bifreið er ræst, rafmagns handbremsan er staðalbúnaður í Allure útgáfunni.

BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ

Bílastæðaaðstoðin notar skynjara til að meta stærð bílastæðis og auðveldar þér þannig að leggja í stæði. Bílastæðaaðstoðin stjórnar stýrinu og gefur bæði frá sér hljóð og myndmerki við inngjöf, gírskiptingu eða þegar kúlpingu er sleppt. Ökumaður getur hvenær sem er tekið fulla stjórn á ökutækinu.

BREKKUAÐSTOÐ

i

Brekkuaðstoðin aðstoðar við gangsetningu og þegar tekið er af stað í brekku, hún er staðalbúnaður í Active útgáfu Peugeot 308. Búnaðurinn heldur bifreiðinni kyrri og gefur þannig ökumanni svigrúm til þess að færa fótinn af bremsunni og yfir á eldsneytisgjöfina.

HREIN SKILVIRKNI

/image/73/3/design2.165733.jpg

Frá fyrstu teikningum var Peugeot 308 SW ætlað að sameina hreina skilvirkni með akstursánægju. Þyngd nýja Peugeot 308 SW hefur verið lækkuð umtalsvert, til þess að ná fram hámarks nýtingu á eldsneyti og lægri koltvísýringslosun, ásamt því að tryggja frábæra aksturseiginleika. Yfirbygging bílsins er straumlínulaga, léttari efni voru notuð við gerð hans og það til viðbótar við rafknúið stýrið gerir það að verkum að koltvísýringslosun verður minni.