Peugeot 108 - TILBOÐSVERÐ

PEUGEOT 108 5 dyra

Frá 1.650.000 KR .*

ÖRYGGI

Uppgötvaðu Peugeot 108 5 dyra, nettan borgarbíl sem er tilvalinn í snattið þökk sé öryggi og ökumannsaðstoð Peugeot.

BAKKMYNDAVÉL

/image/20/5/peugeot_108_2014_290_fr-480x260.166205.jpg

Bakkmyndavélin fer sjálfkrafa í gang og mynd birtist á skjá í mælaborði þegar ökutækið er sett í bakkgír og auðveldar þannig ökumanni að fylgjast með svæðinu fyrir aftan ökutækið þegar lagt er í stæði.

/image/20/6/peugeot_108_2015_074_fr.166206.jpg

SJÁLFVIRK BORGARHEMLUN

Borgarhemlun er búnaður sem hjálpar til við að forðast slys eða í það minnsta milda áhrif þeirra ef ökumaður nær ekki að grípa nógu snöggt inní þegar keyrt er á hraða undir 30 km/klst.

/image/20/7/peugeot_108_2015_039_fr.166207.jpg

VEGLÍNUSKYNJARI

Veglínuskynjarinn virkjast við hraða hærri en 50 km/klst og gefur ökumanni merki ef dekk bílsins fara yfir veglínur þegar stefnuljós hefur ekki verið gefið. Merkið er hvorutveggja ljós og hljóð svo það fer ekki framhjá ökumanni.

LOFTÞRÝSTINGSAÐVÖRUNARKERFI

/image/20/3/article4_1920x1080.166203.jpg

Loftþrýstingsaðvörunarkerfið lætur ökumann vita með hljóðmerki og aðvörunarljósi ef loftþrýstingur lækkar í dekkjum.

HRAÐATAKMARKARI

Með hraðatakmarkaranum er hægt að stilla þann hámarkshraða sem ökutækið má fara á.

BREKKUAÐSTOÐ

Brekkuaðstoðin heldur bílnum kyrrum þegar tekið er af stað í halla og þá myndast svigrúm fyrir ökumann til að færa fótinn af bremsunni og yfir á eldsneytisgjöfina.

LOFTPÚÐAR

/image/20/4/article5_1920x1080.166204.jpg

Til þess að tryggja öryggi allra farþega bílsins er nýr Peugeot 108 búinn 6 loftpúðum (2 að framan, 2 í hliðum og tvær loftpúðagardínur) ásamt ISOFIX festingum og þriggja punkta beltum í aftursætum.