YTRI HÖNNUN

HAGKVÆMUR OG ÞÆGILEGUR

Peugeot 2008 hefur mjúkar útlínur og fallega ásýnd. Hann er einnig mjög praktískur. Peugeot er hampað fyrir góðan og afslappaðan akstur. Stýrið er minna en í sambærilegum bílum sem gefur sportlega tilfinningu. Viðbragðið er næmt og svörunin er fim.

PEUGEOT 2008 - SAMEINAR TVO HEIMA

/image/32/5/peugeot_suv2008_layout1-3.166325.jpg

Peugeot 2008 er sterkur eins og jeppi en lipur eins og fólksbíll. Hann er náskyldur Peugeot 208 en er bæði stærri og lengri ásamt því að vera hærri. Það má segja að Peugeot 2008 sé milli þess að vera fólksbíll og jeppi. Á ensku kallast þessi flokkur bíla Small Cross Over. Hann er draumabíll þeirra sem vilja glæsilegan og sportlegan bíl sem hentar fjölbreyttum aðstæðum.

/image/32/6/peugeot_suv2008_layout10-1.166326.jpg

AÐALLJÓS

Einkennandi ljós 2008 eru auðþekkjanleg og grípa athygli. Þau eru innrömmuð í svartan og krómaðan ramma og með LED ljósabogunum gefa þau bílnum glæsileika og fágun

/image/32/7/peugeot_suv2008_layout10-2.166327.jpg

AFTURLJÓSIN

Afturljósin líkja eftir klóm kattarins í hönnun. Rúmgott farangursrýmið rammast inn með þessum einkennandi ljósum.

BÍLL MEÐ PERSÓNULEIKA

/image/32/8/peugeot_suv2008_layout6-1.166328.jpg
/image/32/9/peugeot_suv2008_layout6-2.166329.jpg

Rauður litur bílsins kemur frá 308 GT bílnum, liturinn er innblásinn af líflegri náttúrunni og krafti PEUGEOT 2008.

FELGUR

Felgur er fáanlegar frá 15" stálfelgum með IODE hjólkoppum og upp í 16" AQUILLA álfelgur. Nokkrar gerðir af 16" og 17" felgum eru fáanlegar í sérútgáfum: málaðar felgur eða demantskornar.