BORGARBREMSA

/image/35/8/peugeot_suv2008_layout4-4.166358.jpg

Borgarbremsa er búnaður sem hjálpar til við að forðast slys eða í það minnsta milda áhrif þeirra ef ökumaður nær ekki að grípa nógu snöggt inní. Kerfið virkjast á hraða undir 30 km/klst.

Radarbúnaður sem staðsettur er í framrúðu bílsins greinir hindranir. Búnaðurinn virkjar hemlun ef hindrun er í veginum og þannig má koma í veg fyrir árekstur eða milda áhrif slysa með minni hraða. Við ákveðnar aðstæður stöðvar kerfið bílinn og getur forðað þannig aftanákeyrslu.

ESP

/image/35/9/peugeot_suv2008_layout1-4.166359.jpg

Í öllum 2008 gerðum er rafræn stöðugleikastýring (ESP), spólvörn (ASR), aflræn stöðugleikastýring (DSC), neyðarhemlun (EBA), hemlalæsivörn (ABS) og rafræn afldreifing á hemlum (EBFD). Í ákveðnum útfærslum er, til viðbótar við ESP kerfið, Brekkuaðstoð sem stöðvar ökutækið tímabundið þegar tekið er af stað í brekku svo ökumaður hafi svigrúm til þess að færa fótinn af bremsunni og yfir á bensíngjöfina.

GRIND BÍLSINS

/image/36/0/peugeot_suv2008_layout1-5.166360.jpg

Grind PEUGEOT 2008 er fislétt og hönnuð af nákvæmni og gerð til þess að minnka áhrif mismunandi högga sem farþegar bílsins gætu orðið fyrir við árekstur. Útkoman er léttur, kröftugur bíll með góða svörun, hámarksnýtingu eldsneytis og skilar einstakri akstursánægju.

ÖRYGGISPÚÐAR

/image/36/1/peugeot_suv2008_layout5-2.166361.jpg

Við árekstur er PEUGEOT 2008 búinn 6 öryggispúðum sem veita farþegum bílsins aukna vörn:

  •  2 öryggispúðar að framan sem verja höfuð og brjóstkassa ökumanns og farþega í framsæti við högg sem kemur framan á bílinn.
  • 2 öryggispúðar að framan sem verja ökumann og farþega í framsætum við hliðarhögg.  
  • 2 öryggispúðar í hliðum sem verja höfuð farþega í bæði fram- og aftursætum bílsins.

BEYGJULJÓS

/image/36/2/peugeot_suv2008_layout4-3.166362.jpg

Þokuljós bílsins lýsa upp beygjur þegar ekið er á hraða undir 40 km hraða, t.d. Þegar keyrt er innanbæjar, á hlykkjótum vegi eða á bílastæðum.

PEUGEOT AÐSTOÐ Í NEYÐ

/image/36/3/peugeot_suv2008_layout5-3.166363.jpg

PEUGEOT aðstoðar þig í neyð. Þegar hver mínúta skiptir máli getur þú treyst á PEUGEOT neyðarþjónustuna. SOS neyðarhnappur er fáanlegur sem aukabúnaður í valdar gerðir Peugeot bíla.
• Sjálfvirk neyðarhringing: Ef öryggispúðar eða sætisbeltastrekkjarabúnaður er virkjaður hringir bíllinn sjálfvirkt i 112 og kemur á sambandi við farþega bílsins..
• Neyðarhringinn: Verðir þú vitni að slysi eða veikindum getur þú hringt handvirkt í 112 neyðarþjónustuna. Allt sem þú þarft að gera er að ýta í 3 sekúndur á SOS hnappinn.