PEUGEOT i-Cockpit®

/image/33/9/peugeot_suv2008_layout1-2.166339.jpg

Ökumannsrýmið er fyrsta flokks og hannað til að auka akstursánægju. Með fáum tökkum, stafrænum mælum í mælaborði og nettu stýri er akstursupplifunin færð á nýtt stig. Nett stýrið færir hendur þínar nær hver annarri þannig að aksturinn verður líflegri, liprari og afslappaðri.  Allar upplýsingar birtast á skjá fyrir framan þig án þess að þú þurfir að taka augun af veginum. Öll helstu stjórntæki eru staðsett í 7" skjánum.

HÁTÆKNI FÁGUN

/image/34/0/peugeot_suv2008_layout6-3.166340.jpg
/image/34/1/peugeot_suv2008_layout6-4.166341.jpg

Það er enginn óþarfi í nýjum Peugeot 2008, aðeins það sem skiptir máli. Lýsingin í innra rýminu er einstök með glerþakinu sem hleypir náttúrulegri birtu inn í rýmið. Mælaborðið er fallega lýst með þægilegri lýsingu fyrir augun.

AÐLÖGUNARHÆFT RÝMI

Rúmgott og praktíkst farangursrýmið má stækka á einfaldan hátt úr 410 lítrum í 1400 lítra. Eina sem þú þarft að gera er að ýta á hnappana sitthvoru megin á aftursætum og sætin leggjast alveg flöt. Í farangursrýminu eru krókar og flutningsnet. Til viðbótar er 22 lítra rými undir botni farangursrýmisins.