208 5 dyra

YTRI HÖNNUN

Hönnuðir PEUGEOT leituðust við að auka aðdráttarafl og kraft hins nýja Peugeot 208 með áhrifameiri og skarpari útlitseinkennum.

SPENNANDI OG LÍFLEG HÖNNUN

/image/87/8/peugeot_208_1502pc012.165878.jpg

Nettur bíll með mikinn persónuleika og fágaðan stíl, PEUGEOT 208 er sportlegur í skemmtilegum hlutföllum (betra útsýni, minni hæð) með sinn einkennandi stíl (mótaðar hliðar, krómlistar í kringum glugga).

SPORTLEGUR OG KLASSÍSKUR STÍLL

Peugeot 208

Framhluti bílsins er nú með skörpum línum sem gefa honum kraftmeira útlit. Grillið að framan er einnig stærra sem gefur honum töffaralegt útlit. Þetta nýja útlit er svo undirstrikað með tvílitum LED aðaljósum sem eru greinileg merki um dýrslegan kraft kattardýrsins og tæknilega fullkomnun.

EINKENNANDI LJÓS

/image/80/3/peugeot_208_2015_616_fr.165803.jpg
/image/80/4/peugeot_208_1502pc024.165804.jpg

Ný þrívíddar afturljósin sem líkja eftir klóm kattarins eru áberandi. Útlit þeirra, rauður liturinn og þrívíddaráhrif ljósanna eru gott dæmi um snjalla hönnun Peugeot. Nýju ljósin eru einkennismerki PEUGEOT línunnar.

FERSKIR OG NÚTÍMALEGA LITIR

/image/81/8/peugeot_208_2015_433_fr.165818.jpg

Fjöldi lita og áferða er í boði í nýjum PEUGEOT 208 og má þar nefna matta áferð, glans áferð og hrjúfa ásamt 12 litum. Þetta fjölbreytta val er svar við vaxandi fyrirspurnum um einstakt útlit.

ÁFERÐ OG LITIR

Nýja PEUGEOT 208 línan býður upp á tvo nýja liti, ICE Grey og ICE Silver, sem sameinar matta- og satínáferð í eina. Þessir litir breytast eftir því hvernig birtan fellur á þá og draga fram sérkenni bílsins. Mött áferðin skapar áberandi og einstök áhrif og undirstrikar kosti PEUGEOT 208 sem kraftmikils og þægilegs bíls. Þetta eru sérlega sterkir litir og viðhaldsbetri en aðrir mattir litir. Þeir standast örrispur og þvott afar vel. Þessir tveir nýju litir eru nú í boði fyrir alla PEUGEOT línuna.

SÉRPÖNTUN

Þú getur sérpantað útlit eftir þínum smekk. Í slíkum útlitspökkum er hægt að panta glæsilegan svartan lit á hlífum, speglum og þokuljósum til viðbótar við skærari liti. Hægt er að fá hlíf með þrívíddaráhrifum, litaða PEUGEOT stafi að framan og aftan.

  • LIME Yellow pakkinn er djarfur, nútímalegur og svalur.
  • MENTHOL White pakkinn gefur kraftmikið og fágað útlit með hvítum áherslum.

FELGUR

/image/81/4/peugeot_208_1502pc111.165814.jpg
/image/81/5/peugeot_208_icesilver_1502pc110.165815.jpg
/image/81/6/peugeot_208_icegrey_1502pc112.165816.jpg

Felgur er fáanlegar frá 15" stálfelgum með NOBIUM hjólkoppum og upp í 16" TITANE álfelgur. Nokkrar gerðir af 16" og 17" felgum eru fáanlegar í sérútgáfum: málaðar felgur, demants- eða laserskornar.