208 5 dyra

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR

Kynntu þér tækniupplýsingar um Peugeot 208: mál og vélar.

EAT6 SJÁLFSKIPTING

/image/84/6/peugeot_208_2015_159_fr.165846.jpg

Nýr PEUGEOT 208 með 1,2 lítra Pure Tech 110 og S&S vélunum er búinn EAT6 sjálfskiptum gírkassa, sem hámarkar eldsneytisnýtingu og eykur á akstursánægju. Quickshift tæknin býður uppá liprar og hraðar skiptingar milli gíra við akstur.

Til þess að hindra skrens er gírkassinn búinn búnaði sem læsist og þannig minnkar núningur og afköstin líkjast beinskiptum  gírkassa.

Munurinn á EAT6 sjálfskiptingunni og beinskiptum gírkassa er aðeins 1 g/km á útblæstri og þannig sameinast akstursánægja og lægri eldsneytiseyðsla.

PureTech BENSÍNVÉLAR

/image/84/7/peugeot_essence_2015_152.165847.jpg

Sterk og afkastamikil 3 strokka vél sem sameinar skilvirkni og nýjustu tækni. Akstursánægja í hæsta gæðaflokki, jafnvel á lægri snúning, fullkomið jafnvægi milli togs og afls. Með nýrri vélatækni hefur tekist að draga úr eyðslu og koltvísýringslosun um 25%.

Í nýjum PEUGEOT 208 eru sparneytnar og skilvirkar bensínvélar sem eyða minna en 4,5 l/100 km í blönduðum akstri.

1,2 lítra Turbo Pure Tech 110 S&S með EAT6 sjálfskiptingunni losar aðeins um 104 gr/km sem gerir hana eina þá bestu í sínum flokki.

BlueHDi DÍSILVÉLAR

/image/84/8/peugeot_diesel_2015_186_fr.165848.jpg

Núverandi kynslóð BlueHDi dísilvéla í nýjum PEUGEOT 208 uppfylla Euro 6 staðla.

BlueHDi dísilvélarnar sameina afburða afköst, minni eyðslu og minni losun koltvísýrings. Í nýjum PEUGEOT 208 losa allar dísilvélar undir 95 gr/km og eyða aðeins 3,6 l/100 km. Þetta gerir BlueHDi dísilvélarnar þær hagkvæmustu og skilvirkustu í hópi dísilvéla í dag með koltvísýringslosun uppá aðeins 79 gr/km í 75 hö og 100 hö útgáfum bílsins.

Í öllum BlueHDi útgáfum er Start/Stop hnappur, að undanskildri 1,6 l BlueHDi 75 hö útgáfunni.

SÍUR OG SCR

/image/84/9/peugeot_208_2015_183_fr.165849.jpg

BlueHDi tæknin hámarkar nýtingu eldsneytis ( eyðsla frá 3 l/100 km í blönduðum akstri skv. Reglugerð 99/100/EC) þökk sé SCRi og FAPi.

Með því að setja upp SCR uppstreymi í FAP síunni hefur okkur tekist að:

  • Draga úr Nox (níturoxíð) um allt að 90%.
  • Draga úr allri losun agna um 99,9%.
  • Minnka koltvísýringslosun og hámarka nýtingu eldsneytis (allt að 4% miðað við aðrar Euro 5 vélar).
  • Hraða gangsetningu þökk sé betri vinnslu á lágum hita.

STOPP & START TÆKNI

/image/85/0/peugeot_208_2015_422_fr.165850.jpg

Hröð, skilvirk og hljóðlát Stopp & Start tæknin slekkur á bílnum þegar hann er í kyrrstöðu ákveðin tíma. Við þetta sparast eldsneyti og koltvísýringslosun verður minni.

Þegar þú sleppir bremsunni fer vélin strax í gang, án hávaða eða titrings.

SPARNEYTINN

/image/85/1/peugeot_208_2015_422_fr.165851.jpg

Nýr PEUGEOT 208 er sérlega sparneytinn og setti 100 hö 1,6 lítra BlueHDi beinskipta útgáfan met í sparakstri, sem staðfest var af UTAC, á Belchamp brautinni í Frakklandi.

Keyrðir voru 2152 km á 38 tímum með 43 lítrum af dísil og var meðaleyðsla aðeins 2,0 l/100 km. Metið staðfestir tæknilega yfirburði Euro 6 BlueHDi dísilvélarinnar og framlag hennar til þess að draga úr losun koltvísýrings.

Nýi PEUGEOT 208 er í flokki best búnu bílana í sínum flokki hvað varðar staðalbúnað.

FARANGURSRÝMI

  • /image/85/3/peugeot_partnertepee_1502tech_c-04.165853.jpg

  • /image/84/3/peugeot_partnertepee_1502tech_c-03.165843.jpg

  • /image/84/4/peugeot_partnertepee_1502tech_c-02.165844.jpg

  • /image/84/5/peugeot_partnertepee_1502tech_c-01.165845.jpg