TÆKNI

Tæknibúnaður PEUGEOT 208 hefur allur verið hannaður til að auka akstursánægju og þægindi en skila um leið skilvirkum og öruggum bíl.

NETTUR OG LIPUR

/image/83/9/peugeot-208-2015-316-fr.img.165839.jpg

Nýr PEUGEOT 208 er á heimavelli hvort sem það er í borg eða úti á þjóðveginum og er því tilvalinn í daglegt stúss - og með bakkmyndavél, skynjurum að aftan og bílastæðaaðstoðinni er nú minna mál að leggja í stæði.

/image/84/0/peugeot-208-2015-471-fr.img.165840.jpg

Nýr PEUGEOT 208 er nettur um sig (heildarlengd styttri en 4 metrar), með þægilegu stýri og er fyrir vikið snöggur og lipur í akstri. Hin fullkomna uppskrift af ánægjulegum akstri.

TENGING BÍLS OG VEGAR

/image/83/7/bluehdi_en.165837.jpg

Hönnun PEUGEOT 208 skilar þér alltaf ánægjulegum akstri þökk sé PureTech og BlueHDi vélunum sem sameina fjölbreytni og sparneytni án þess að draga úr akstursánægju. Vélarnar ásamt PEUGEOT i-Cockpit, þægilegu stýri og tengingu bíls við veg tryggja snögg viðbrögð og gott veggrip. Útkoman er sönn akstursánægja.

LED AÐALLJÓS

/image/83/5/peugeot_208_2015_166_fr.165835.jpg

Svartar og krómaðar ljóshlífar setja svip sinn á LED framljós Peugeot 208, gefa þeim skarpan og rennilegan blæ. Ljósin tryggja góðan lýsingu á vegum, við vegbrúnir og í beygjum.

HÁTÆKNILJÓS

/image/83/6/peugeot_208_2015_168_fr.165836.jpg

Þrívíddarljósin á nýjum PEUGEOT 208 eru áberandi og grípa strax augað. Hátækniljósunum er gert að líkja eftir klóm ljónsins og eru í öllum gerðum Peugeot 208 bíla.

SPEGLASKJÁR

Speglaskjárinn gerir þér kleift að nota þau forrit sem þú ert með í snjallsímanum þínum í bílnum. Öryggi er í forgangi og því hefur viðmótið verið hannað sérstaklega fyrir notkun í akstri.