INNRI HÖNNUN

Nýr PEUGEOT 208 kemur með stílhreinni innréttingu úr gæða efnum. Hér er það hvert smáatriði sem skiptir máli, þægindi og einfaldleiki sem gerir aksturinn notalegri og öruggari.

PEUGEOT i-Cockpit

/image/82/5/peugeot_208_2015_634_fr.165825.jpg

Ökumannsrýmið er fyrsta flokks og hannað til að auka akstursánægju. Með 7" snertiskjá, stafrænum mælum í mælaborði og nettu stýri er akstursupplifunin færð á nýtt stig.

ALLT Í SMÁATRIÐUNUM

/image/83/4/peugeot-208-icesilver-1502pc125.img.165834.jpg
/image/82/2/peugeot_208_icesilver_1502pc123.165822.jpg
/image/82/3/peugeot_208_icesilver_1502pc126.165823.jpg

Innréttingar bílsins eru nútímalegar, stílhreinar og passa fullkomlega við útlit bílsins. Skarpar línur mælaborðsins og ávalar loftrásir sem líkja eftir augum kattarins sýna vel þá nattni sem fór í hönnun bílsins. Mælaborðið er mjúkt viðkomu úr hágæða efnum og sérlega fallegt á að líta.

/image/82/6/peugeot_208_2015_240_fr.165826.jpg

MÆLABORÐIÐ

Stafrænir mælarnir sitja hátt í mælaborðinu og gera þá þannig vel sýnilega og aðgengilega fyrir ökumann. Látlaus en glæsileg hönnun mælaborðsins með hvítri baklýsingunni og miðlægum skjá tryggir að auðvelt er að lesa af mælunum. Allar upplýsingar eru tiltækar án þess að þú þurfir að taka augun af veginum.

/image/82/7/peugeot_208_2015_288_fr.165827.jpg

NETT STÝRI

Í Allure útfærslunni er nett stýrið leðurklætt sem gefur honum fágað yfirbragð. Heildarlengd PEUGEOT 208 er aðeins um 4 metrar, þetta gerir hann snöggan og lipran í akstri. 

/image/82/8/peugeot_208_icesilver_1502pc113.165828.jpg

SNERTISKJÁR

7" snertiskjárinn er einfaldur í notkun. Í skjánum er fjöldi tengimöguleika, Bluetooth og USB ásamt möguleikum á streymi.

SÉRHANNAÐ INNRA RÝMI

Hönnunarpakkar fyrir innra rými bílsins eru í boði í nýjum PEUGEOT 208. Þessir pakkar innihalda allt frá sportsætum, krómlistum á loftgáttir og litríkum áferðum á sætum, mælaborði og innanverðum hurðum.

- MENTHOL White pakkinn gefur kraftmikið og fágað útlit með hvítum áherslum.

- LIME Yellow pakkinn er djarfur, nútímalegur og svalur.