TÆKNI

5008 er praktískur fólksbíll sem var fyrst og fremst akstursánægju og þægindi að leiðarljósi, 5008 sker sig úr með hugvitsamlegum búnaði.

STAFRÆNIR MÆLAR

/image/10/3/tete_haute_1920x1080.166103.jpg

Allar helstu akstursupplýsingar birtast á niðurfellanlegum skjá sem er í sjónlínu ökumanns. Upplýsingar um hraða, hraðastillir og fjarlægðarviðvörun (kerfi sem aðstoðar ökumann við að halda hæfilegri fjarlægð við næsta bíl).  Þú hefur allar upplýsingar sem þú þarft, beint fyrir framan þig, þú upplifir öryggi við aksturinn.

/image/10/7/tableau_de_bord_1920x1080.166107.jpg

HÁTÆKNIBÚNAÐUR

Peugeot 5008 er búinn hátæknibúnaði þar sem þú getur hlustað á tónlist eða hringt símtal. Til viðbótar er WIP Sound CD MP3 útvarp, WIP Bluetooth, handfrjáls búnaður, leiðsögukerfi, 7" litaskjár ásamt JBL HIFI hljómkerfi og WIP USB tengi.

/image/10/6/prise-auxiliaire-1920x1080.166106.jpg

VIÐBÓTARTENGI

Í miðjustokk 5008 er tengi fyrir bæði Jack og USB. Þessu er haganlega komið fyrir svo lítið fer fyrir þeim.

/image/10/5/pack-video-1920x1080.166105.jpg

VIDEO PAKKI

í Video pakkanum geta farþegar í aftursætum bílsins notið afþreyingar: hægt er að tengja spjaldtölvu, myndin birtist á tveimur 7" skjám sem eru innbyggir í höfuðpúða framsætanna, hljóðið er spilað í gegnum Bluetooth heyrnatól sem hægt er að hlaða.

BÍLASTÆÐAMÆLING

/image/10/2/mesure-places-disponibles-1920x1080.166102.jpg

Hægt er að fá skynjara í Peugeot 5008 sem mælir stærð bílastæða og lætur þig vita hvort stæðið passar fyrir bílinn eða ekki. Kerfið gefur frá sér bæði hljóð og mynd á skjá í miðju mælaborði bílsins.

WIFI UM BORÐ

Hægt er að fá WIFI búnað í 5008 sem gerir þér mögulegt að tengjast netinu beint af spjaldtölvunni, snjallsímanum eða fartölvunni.

BAKKMYNDAVÉL

/image/10/4/camera-de-recul-600x400.166104.jpg

Bakkmyndavélin fer sjálfkrafa af stað þegar ökutæki er sett í bakkgír og mynd birtist á skjá í mælaborði, kerfið auðveldar ökumanni að leggja í stæði.