ÖRYGGI

Peugeot 5008 er búinn nýjasta öryggisbúnaði sem veitir ökumanni og farþegum fullkomna hugarró á ferðalögum.

HRAÐASTILLIR OG HRAÐATAKMARKARI

/image/10/8/regulateur-de-vitesse-600x400.166108.jpg

5008 er búinn Hraðastilli og Hraðatakmarkara. Hraðastillirinn gerir þér kleift að halda jöfnum hraða (ekki þó í bröttum brekkum) og Hraðatakmarkarinn leyfir þér að stilla inn hámarkshraða.

LOFTPÚÐAR Í ÖLLUM SÆTARÖÐUM

Peugeot 5008 er búinn 6 loftpúðum, sem vernda farþega í öllum sætaröðum. Loftpúða í farþegasæti að framan er hægt að aftengja.

INNBROTSAÐVÖRUN

Fjarstýrð þjófavörnin er innbyggð í innréttingu bílsins.

SKYNVÆDD SPÓLVÖRN

Skynvædd spólvörnin hefur verið endurbætt og uppfærð frá forvera sínum. Spólvörnin greinir vegaðstæður og heldur bílnum stöðugum. Spólvörnin dregur úr spóli framhjóla og tryggir gott grip og stöðugleika.

RAFSTÝRÐ HANDBREMSA OG BREKKUAÐSTOÐ

Peugeot 5008 er búinn rafstýrðri handbremsu. Handbremsan er sjálfvirk og fer af stað um leið og bifreiðin er stöðvuð og afvirkjast um leið og bifreið er ekið af stað. Brekkuaðstoðin hindrar að bifreiðin renni afturábak þegar tekið er af stað í brekku.

PEUGEOT CONNECT SOS

/image/10/9/peugeot-connect-sos-600x400.166109.jpg

Peugeot Connect Box hringir í neyðarlínuna ef loftpúðar springa eða strekkist á öryggisbeltum snögglega. Þú getur einnig hringt handvirkt í neyðarlínuna með því að nota SOS hnappinn sem staðsettur er í þaki bílsins. Búnaðurinn gefur frá sér staðsetningu bílsins og neyðarþjónusta verður send á staðinn.

ESP

Allar útfærslur 5008 uppfylla ströngustu kröfur um öryggi. ESP kerfið sameinar Heimlavörn (ABS), spólvörn (ASR), rafstýrt hemlajöfnunarkerfi (EBV og CBC), neyðarhemlunarkerfi (EBA), MSR og skynvædda spólvörn.

ÖRYGGISBELTI

Öryggisbeltin að framan eru búin álagsvörn og forstrekkjurum. Í aftursætum eru 3 punkta belti með álagsvörn. Viðvörunarljós eru fyrir öll sæti sem kvikna ef belti eru ekki spennt.

FJARLÆGÐARVIÐVÖRUN

/image/11/0/distance-alert-1920x1080.166110.jpg

Fjarlægðarviðvörunin heldur öruggri fjarlægð frá næsta ökutæki fyrir framan. Kerfið varpar upplýsingum um fjarlægð á skjá fyrir framan ökumann. Hægt er að stilla inn fjarlægðartíma og kerfið lætur vita þegar tímamörkum er náð.

ÖRYGGI BARNA

Til að tryggja öryggi yngstu farþega bílsins er hægt að læsa rofum fyrir hliðarrúður að aftan ásamt því að afturrúðurnar eru búnar klemmuvörn. Þrjár ISOFIX festingar eru í aftursæti bílsins.