INNRI HÖNNUN

Nýr Peugeot 5008 er rennilegur og nettur, býr yfir miklu og mjög vel skipulögðu innra rými.

MÆLABORÐ

/image/07/8/poste_de_conduite_960x460.166078.jpg

Mælaborðið er gert úr hágæða efnum og er í fullkomnu samræmi við rennilegt útlit bílsins.

EINSTÖK FJÖLBREYTNI

5008 er fáanlegur 5 og 7 manna, hann veitir þér frelsi til þess að endurraða sætum og laga farangursrýmið að þínum þörfum. Stök niðurfellanleg sæti og flatt gólf.

/image/09/8/coffre-1920x1080.166098.jpg

FARANGURSRÝMIÐ

Farangursrýmið er mjög aðgengilegt og sérlega rúmgott fyrir bíl í þessum flokki. Í 5 sæta útfærslunni er farangursrýmið 823 lítrar. Hægt er að fella niður sætaröð 2 og 3 fyrir meira rými. Hægt er að fella farþega sætið að framan niður svo hægt sé að koma fyrir hlutum allt að 2,67 m að lengd. Fjölbreyttir möguleikar í farangursrými.

/image/10/1/rangements-1920x1080.166101.jpg

GEYMSLUHÓLF

Fjöldi geymsluhólfa er í 5008 fyrir alla farþegar bílsins. Stórt mælaborðið er þægilegt í notkun og bæði er geymslurými undir stýri, rúmgott hanskahólf og geymsluhólf í hurðum. Í sætaröð 2 er geymsluhólf í gólfi og vasar í hurðum. Í þriðjusætaröð er geymlsuhólf undir armpúðum.

AUKAHLUTIR

Þú getur gert Peugeot 5008 að þínum með aukahlutum. Allir aukahlutir eru framleiddir samkvæmt ströngustu gæðakröfum Peugeot og falla fullkomnlega að hönnun og stíl 5008.

/image/09/9/confort-1920x1080.166099.jpg

ÞÆGINDI

Hönnuðum 5008 var umhugað um þægindi farþega bílsins. Borðin aftan á sætisbökum er hægt að fella niður. Fjarlægð og halla sæta í röð tvö er hægt stilla eftir þörfum. 5008 er búinn hliðargardínum í sætaröðum 2 og 3 sem hægt er að draga fyrir á sólríkum dögum.

/image/09/7/alarme-anti-intrusion-1920x1080.166097.jpg

PANORAMA GLERÞAK

Með Panorama glerþakinu og stórri framrúðu í 5008 kemur náttúruleg birta inn í bílinn og gerir ferðalagið sérlega þægilegt.

ÁKLÆÐI

Veldu þitt áklæði, þú getur valið um tau eða leður.
1 – Black Tramontane leður (aukabúnaður)
2 – Black Tramontane tauáklæði
3 – Black line Tramontane tauáklæði

HÁ SÆTISSTAÐA

/image/10/0/poste-de-conduite-1920x1080.166100.jpg

Ökumannsrýmið er hannað með þægindi ökumanns í huga. Há sætisstaða og stór framrúðan veita ökumanni góða sýn fram á veginn. Há sætisstaðan og nett stýrið gerir 5008 þægilegan og skemmtilegan að aka. Hönnun á ökumannsrými gerir allan aðgang að stjórntækjum þægilegan, ökumaður hefur góða yfirsýn yfir stjórnborðið og allar mikilvægustu upplýsingar.